Flugdrekahlauparinn

Lauk í gærkvöldi við skáldsöguna Flugdrekahlauparann. Skil ekki hvernig hún gat ekki ratað á fjörru mínar fyrr. Að mínu mati hefur þessi saga allt það sem góða bók ætti að prýða. Þetta er raunsæ frásögn Afgana sem flýr land sitt ásamt föður sínum og öðlast nýtt og betra líf í Bandaríkjunum. Strákurinn hefur þó eitt og annað á samviskunni úr fortíð sinni og leggur líf sitt og limi í hættu í örvæntingarfullri tilraun til að öðlast innri frið. Bókin er svo vel skrifuð að ég átti erfitt með að trúa því að ekki væri um sjálfsævisögu að ræða. Hún er allt í senn, spennandi, sorgleg og gleðileg auk þess sem hún veitir góða innsýn inn í heim þess fólks sem þurft hefur að upplifa hörmungarnar í Afganistan síðustu áratugi. Mér finnst sjaldgæft að bækur grípi mig svona, ég átti virkilega erfitt með að leggja hana frá mér og mæli svo sannarlega með þessari bók.

Flugdrekahlauparinn á Amazon

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s