Gúrkutíð

Sælir piltar. Ég tek heilshugar undir með Kidda… við verðum að rífa okkur upp úr þessari lægð! Ég hef ekki góða útskýringu á þessar ritstíflu meðlima klúbbsins en líklegast má rekja þetta til þess að við erum hér að kljást við einhvern daufasta mánuð ársins. Febrúar! Þetta er eitthvað svo leiðinlegur mánuður, það hlýtur að vera ástæðan.

Sem betur fer er þó hægt að skemmta sér við það að lesa ferðasíðuna hans Kidda en þar er á ferðinni virkilega vel uppfærð síða og afar holl lesning fyrir okkur sem húkum í tilbreytingarleysinu á Íslandi.

Sjálfur hef ég enda frá afskaplega fáu að segja. Ég fór reyndar í mína þriðju reisu til Akureyrar á innan við 6 mánuðum í síðustu viku og kom til baka nokkuð sáttur. Ferðin var afar nauðsynleg enda var farið að stefna í að ég næði 3 æfingum í röð sem yrði met í vetur. Ég er að komast að því að það er nauðsynlegt að taka sér hvíld með reglulegu millibili á þessu 9 mánaða undirbúningstímabili okkar.

Annars hefur þessi slaka æfingasókn (í bland við skerta knatthæfni mína) átt ríkan þátt í því að ég hef fengið að verma varamannabekk Valsliðsins í 2 af þeim 3 leikjum sem ég hef átt heimangengt í. Ég komst að þeirri merkilegu staðreynd um daginn að frá árinu 1999 hef ég líklega tekið þátt í fjölmörgum leikjum með Val en aldrei setið á bekknum. Furðuleg staðreynd (sérstaklega ef litið er til hæfnisstuðuls undirritaðs). Veit hins vegar ekki með bekkjarsetuna og það að æfa fimm sinnum í viku fyrir hana. Þetta er líklegast hverjum fótboltamanni hollt en alveg afskaplega leiðinlegt engu að síður. Ég hef þó getað horft á leiki Vals frá svolítið öðru sjónarhorni og er því líklega ágætlega í stakk búinn að meta getu liðsins. Auk þess hefur þetta auðveldað mér að tengja andlit og númer við öll nýju nöfnin sem hafa verið skráð í leikmannalistann. Já, og liðið er gott.

Svo er það þetta með nýju leikmennina… Það kom mér ekkert á óvart þegar ég las á íslboltinn.is að Roman Abramovich væri maðurinn á bak við tékkheftið hjá Val í vetur. Kallinn langar víst að ná fram einhvers konar kraftaverki og ætlar að koma Val í Champions League. Þetta er svipað og þegar maður tók við liðum í Div. 3 í Champ og kom þeim í Evrópukeppni – alvöru challenge. En það er a.m.k. gaman að því að það skuli aftur vera bjart yfir málum á Hliðarenda.

Hmmm… Klukkan er líklegast of margt til að vera að bulla svona hérna. Anyways… smá pælingar.

Bendi að lokum á gæðalag með uppáhaldsbandinu mínu – leaves: „SHAKMA“ (farið á http://www.leaves.tv og veljið music & videos). Fínt lag þar á ferð.

Hvernig væri annars að tónlistarstjórinn kæmi með regluleg update af þeim lögum sem maður ætti að hlusta á hverju sinni. Það myndi að minnsta kosti létta gúrkutíðinni. Oftar en ekki þegar ég sest í SORPU (VY-400) þá fæ ég að heyra eitthvað lag og línuna góðu: „þetta er klassa lag sem ég verð að láta þig hafa“… síðan gleymist það. Því væri betra að fá bara lista á netið og vinna úr þessu sjálfur. How about that Johnny??

Það er nebbnilega hægt að skrifa þrátt fyrir þátttöku í kirtlatökumegrunarkúrnum.

Over and out.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s