Skattar

Ég er nú ekki mikið fyrir það að halda forvörduðum ímeilum gangandi en mér fannst þetta sem ég fékk áðan of gott til að sleppa því:

Skattalækkanir útskýrðar

Frá David R. Kamerschen, Ph.D. Professor í hagfræði við Brooks Hall University of Georgia.

Hér á eftir er dæmisaga um skattalækkanir sem allir ættu að skilja.

Gerum ráð fyrir að á hverjum degi fari 10 menn út að borða saman. Reikningurinn fyrir matinn fyrir alla mennina er 20.000. Ef þeir greiða fyrir matinn eins og við greiðum skattana okkar þá mun dæmið líta einhvernvegin svona út:

Fyrstu fjórir tilheyra láglaunahópi, eru tekjulægstir og greiða ekkert.

Fimmti maðurinn greiðir 200.

Sjötti maðurinn greiðir 600.

Sjöundi maðurinn greiðir 1.400.

Áttundi maðurinn greiðir 2.400.

Níundi maðurinn greiðir 3.600.

Tíundi maðurinn er hálaunamaður, ríkastur og greiðir 11.800.

Þeir ákveða að svona skuli greiða fyrir matinn.

Mennirnir tíu átu á veitingastaðnum á hverjum degi og allir virtust ánægðir með fyrirkomulagið. Dag einn kom eigandi veitingastaðarins að máli við þá og tilkynnti þeim að þar sem þeir væru mjög góðir viðskiptamenn þá mundi hann héðan í frá gefa þeim afslátt og lækka reikninginn um 4.000.

Eftir þetta kostaði maturinn einungis 16.000. Hópurinn vildi þó halda áfram að nota sama fyrirkomulag við að greiða matinn, þ.e. á sama máta og við greiðum skattana. Þannig að hjá fyrstu fjórum var eingin breyting, Þeir átu frítt áfram. En hvernig fór þetta með hina sex, hvernig mundu þeir skipta 4.000 lækkuninni á milli sín, þannig að allir fengju sangjarnan skerf?

Mennirnir sex áttuðu sig á því að 4.000 deilt með 6 er 666,66 og ef að þeir dógu það frá því sem þeir voru að greiða í dag þá mundu fimmti og sjötti maður fá greitt til baka sem gekk ekki. Þannig að vertinn stakk upp á að þeir skiptu lækkuninni á milli sín í hlutföllum við hvað hver og einn greiddi nú. Hann lagðist nú í útreikninga og kom upp með eftirfarandi tillögu:

Fimmti maðurinn eins og fyrstu fjórir greiddi nú ekkert (100% sparnaður).

Sjötti maðurinn greiddi nú 400 i stað 600 (33% sparnaður).

Sjöundi maðurinn greiddi nú 1.000 í stað 1.400 (29% sparnaður).

Áttundi maðurinn greiddi nú 1.800 í stað 2.400 (25% sparnaður).

Níundi maðurinn greiddi nú 2.800 í stað 3.600 (22% sparnaður)

Tíundi maðurinn greiddi nú 10.000 í stað 11.800 (15% sparnaður).

Allir sex mennirnir voru nú að greiða minna en áður og fyrstu fjórir héldu áfram að éta frítt. En þegar þeir komu út af veitingastaðnum fóru þeir að bera saman sparnaðinn á milli sín.

„Ég fékk bara 200 af þessum 4.000,“ hélt sjötti maðurinn fram og benti á tíunda manninn og sagði „En hann fékk 1.800!“

„Já þetta er rétt“ sagði fimmti maðurinn. „Ég sparði bara 200 líka. Það er ósanngjarnt að hann spari 9 sinnum meira en ég“

„Þetta er rétt!!“ kallaði sjöundi maðurinn. „Af hverju ætti hann að fá 1.800 þegar ég fékk bara 400? Þessir ríku fá alltaf mesta sparnaðinn!“

„Augnablik“ kölluðu fyrstu fjórir mennirnir í kór. „Við fengum ekki neitt. Þetta kerfi mismunar þeim fátæku!“

Mennirnir níu umkringdu nú þann tíunda og lömdu hann í klessu.

Næsta dag þá kom tíundi maðurinn ekki til að borða, þannig að mennirnir níu setturst niður og borðuðu án hanns. En þegar kom að því að greiða matinn þá uppgötvuðu þeir svolítið mikilvægt. Þeir áttu ekki nóg fyrir helmingnum af matnum.

Og þannig er það sem skattakerfið virkar. Það fólk sem greiðir hæstu skattana fær mestan ávinning af skattalækkunum. Ef þeir eru skattaðir of mikið og ráðist á þá fyrir að vera ríkir þá setjast þeir bara til borðs með einhverjum öðrum, annarstaðar.

Það eru aðrir staðir utan landsins sem eru með góðum veitingstöðum og góðum viðskiptatækifærum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s