Fótbolti helgarinnar

Eftirfarandi pistill átti að vera comment á færsluna á undan en þótti of langur að mati Haloscan. Hann er svar mitt við væli þeirra ágætu Arsenal manna er hafa orðið á vegi mínum síðustu daga:

Ótrúlegt! Hvenær datt það eiginlega úr tísku að viðurkenna vanmátt sinn, sætta sig við tapið and “go on with it”? Hvenær hættu menn að óska mótherjanum til hamingju með góða frammistöðu og reyndu í staðinn með öllu móti að láta sigur hans líta út sem tap? Er þetta kannski bara eitthvað sér-Arsenalskt fyrirbæri? Mér finnst viðbrögð Arsenal manna við síðustu sigrum okkar Manchestermanna hreint stórmerkileg.

Það dylst engum að spilamennska Arsenal manna hefur verið í hærri gæðaflokki en okkar United manna það sem af er þessu ári – það hef ég fúslega viðurkennt og dreg ekki til baka. Hins vegar hef ég ekki gefið upp þá von að við tökum titlana þrjá og skjótum Arsenal mönnum ref fyrir rass – í mínum huga erum við jú ennþá stóra liðið. Samsæriskenningar Arsenal manna í lok síðustu tveggja tapleikja fyrir United hafa einmitt styrkt mig í þessari trú minni að við United menn séum enn álitnir stórveldið og að þeir líti sem áður á sig sem litla liðið. Það dynja á manni ótrúlegar afsakanir fyrir þessum töpum þeirra og okkur er ekki leyft að njóta sigursins í friði. Það er t.a.m. ótrúleg einföldun á síðasta leik liðanna að fara að ætla þeim ágæta dómara Mike Riley að hafa unnið þann leik fyrir Man. Utd. Ljóst er að ef menn ætla honum að vera hlutdrægur þá hafa þeir horft á leikinn með Arsenal linsurnar í augunum. Það er eiginlega fáránlegt að ætla nokkrum alvöru dómara hlutdrægni. Hlutdrægni dómara í stærstu deildum heimsins þekkist ekki og er í raun bara í umræðunni sökum þess að smáliðin vekja máls á þessu við og við þegar þau eru orðin þreytt á að líta í eigin barm. Arsenal menn ættu að líta í eigin barm og sætta sig við orðin hlut. Ég mælist til þess að Wenger, leikmennirnir og allir þessir Arsenal vælukjóar fari að sætta sig við það að forystan sé nú einungis 8 stig og fari að hugsa upp leiðir til að verja hana í staðinn fyrir að skálda upp lélegar afsakanir fyrir tapinu. Leyfi ég mér í framhaldinu að spá því að við Utd. menn náum toppsætinu í kringum febrúar – mars og tökum svo titilinn í vor og hendum dollunni í skápinn við hliðina á Meistaradeildardollunni og FA bikarnum.

Að lokum finn ég mig knúinn til að koma minni skoðun á framfæri varðandi stóru deilumálin úr þessum síðasta leik okkar. Ég sá að vísu ekki leikinn en hef séð sýnd þessi atriði sem voru kveikjan að tómatsúpukasti Arsenalmanna. Þegar ég sá Sol Campell bregða fæti fyrir Rooney sýndist mér í fyrstu að þarna væri um víti að ræða. Vissulega efast ég eftir að hafa séð atvikið endursýnt frá 8 sjónarhornum en Mike Riley hafði bara eitt. Víti, mark: “get on with it”. Þá fara Arsenal menn henda fram einhverri tölfræði sem sýna á að United fái alltaf víti þegar þeir spila á Old Trafford. Það er alls ekkert óeðlilegt að Man Utd hafi fengið 7 vítaspyrnur í síðustu 8 leikjum Mike Riley á Old Trafford. Við erum klárlega með hættulegasta „inn í teig“ framherjann í boltanum í dag og oftar en ekki er eina ráð andstæðinganna að bregða Nissa kallinum þegar hann er búinn að fífla þá sundur og saman. Ef við lítum síðan á hina snillingana sem við hendum inn á völlinn í hverjum einasta heimaleik þá ætti það að vera öllum fullkomlega ljóst að sóknargetan er svo gríðarleg að beita þarf bolabrögðum til að stöðva okkur.

Varðandi tæklinguna hjá Nistelrooy þá þykir mér nú allt ætla um koll að keyra. Á að dæma manninn í bann fyrir að tækla?? Mér finnst í raun og veru að ef það á að fara að dæma menn í bann eftir leik fyrir það að fara í tæklingu þá séum við farin að færa þennan ágæta leik ansi langt frá upprunanum. Gleymum því ekki að knattspyrna á ekkert skylt við körfuknattleik – snerting er leyfileg og það er í eðli leiksins að tekist sé hressilega á. Það er dómari á vellinum og hann er með tvo aðstoðarmenn með sér. Ef menn komast upp með stöku “kænskubrot” þá er það bara svo. Það er fáránlegt að einhverjir skristofukallar í Lundúnum ætli að fara að setjast yfir videospólur eftir hvern einasta leik og dæma um tæklingagetu einstakra leikmanna. Mín skoðun er sú að Nistelrooy hafi þarna komist upp með brot sem ekki var dæmt á og þar við situr. Það er ekki eins og hann hafi tekið andstæðinginn hálstaki þegar boltinn var úr leik!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s