Almost Famous!!

Rétt í þessu var ég að leggja frá mér símann eftir skemmtilegt símtal. Það var Sigurður A. Hjartarson danskennari hjá dansskóla Heiðars Ástvaldssonar sem hafði samband. Hann hafði frétt af gríðargóðum dansi mínu á efri hæð Hverfisbarsins í gærkvöldi. Skv. honum er almannarómur sá að slíkur dans hafi ekki sést síðan Tony Maniero var upp á sitt besta. Sigurður bauð mér og dömunni vinnu við tjúttkennslu en því miður féll það um sjálft sig því ég man ekkert hvaða stelpa þetta var. Ef sú hin sama les þetta getur hún haft samband við mig í síma 892-4029 og við tökum sporið.

Annars var kvöldið í gær virkilega skemmtilegt og ég er ekki frá því að það sé rauður blær á Laugarveginum eftir framgöngu okkar drengjanna. Reyndar veit ég ekkert hvað hinir strákarnir voru að gera, þeir segja að við höfum hist á Hverfisbarnum en ég hef mínar efasemdir um það. Sjálfur var ég í góðum fíling og var mjög upptekinn við að ræða hin ýmsu málefni við hið ýmsa fólk. Einnig bauð ég nokkrum stelpum í glas – sem er siður sem ég er farinn að vera aðeins of duglegur við, sérstaklega þar sem næsta múv hjá mér eftir uppboðið er yfirleitt að stinga gellurnar af. Ég þarf að hitta sálfræðinginn minn og fara aðeins betur yfir þessa strategíu.

… Á meðan ég man, ef einhver sem var í partýinu í gær veit ekki hversu margir sentimetrar djásnið hans Svans er í fullri reisn hlýtur sá hinn sami að vera heyrnarlaus. Álftin sagði það svona 7000 sinnum. Mér finns 8 cm samt ekkert svo mikið…

Kona dagsins er klárlega amma hans Kidda sem mætti á Freyjugötuna (eða er það Njarðargata, ég man það aldrei) og tók til í eldhúsinu fyrir hann. Ég hugsa að ég fái að hringja í Helgu ömmu næst þegar ég þarf að taka til.

Kvöldið í kvöld er óráðið. Ég er búinn með einn bjór, svokallaðan afréttara. Ég er samt frekar skakkur ennþá þ.a. ég þarf örugglega að fá mér nokkra í viðbót þannig að ég standi teinréttur. Best að fara að tjékka á strákunum. Mér finnst samt ólíklegt að kvöldið í kvöld verði jafnmikil BOMBA og í gær. Ef svo verður á ég skilið að fá Nóbelsverðlaun. Vonandi að ég geti hözzlað út á þau.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s