Menningarnótt rokkar!!Ansi hreint skemmtilegt kvöld í gær. Ég, Family Guy & co, Gógó, Álftin&Spúsa og Stewart & Guggs vorum í bænum og horfðum á tónleikana. Leaves voru fínir – ekki alveg í meinstríminu samt- og Egó rokkuðu feitt. Það var ótrúlega mikið af fólki í bænum í gær og flugeldasýningin var fín. Ég, Ingó og Svanur sýndum gríðarleg klókindi og fórum í miðri flugeldasýningu inn á Hverfisbarinn og sluppum þannig við röð dauðans.

Hverfis var fínn, fullt af skemmtilegu fólki og sætum stelpum. Menn voru helvíti hressir og það voru þónokkrir g&t sem duttu. Ég keypti líka dýrasta drykkinn á barnum, Long Island Ice Tea, og gaf stelpu í tvítugsafmælisgjöf. Mér fannst það fín hugmynd í gærkvöldi en er aðeins farinn að efast um hana núna. Ég var reyndar full gjafmildur – það verður fróðlegt að tjékka á heimabankanum og sjá hvað það eru margar færslur frá Hverfis. Ég hitti tvo gamla drauga og var frekar steiktur út af því en Ingó bjargaði mér frá því að lenda í bullinu. Leigubílaröðin náði hringinn í kringum landið svo ég beilaði á henni og fékk að crasha hjá Ingó. Ég mæli sérstaklega með þeirri gistingu. Sófinn er þokkalegur, teppið og koddinn fín og þjónustan fyrsta flokks.

Svo vaknaði ég 09:15 í morgun, tók leigubíl til pabba, náði í bílinn og dreif mig í vinnuna. Ég er furðuhress miðað við aðstæður, aldur og fyrri störf og er sérstaklega þakklátur fyrir allt íþróttaefnið sem er í boði í sjónvarpinu í dag. Það eina sem vantar er bjór á kantinn og þá væri þetta nánast fullkominn sunnudagur… ermm – það væri reyndar ágætt að vera ekki í vinnunni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s