It’s Friday I’m in Love…Sælir félagar, maður er loksins kominn í blogggírinn aftur eftir gríðarmikil ferðalög í sumar. Þrátt fyrir að það sé alltaf gaman að ferðast er afar fínt að vera kominn aftur á klakann og ég vonast eftir mikilli stemningu á Fróni það sem eftir lifir sumars. Það versta er að ég er að vinna alla helgina – en ég ætla ekki að láta að koma í veg fyrir að maður sýni sig og sjái aðra annað kvöld. Maður verður bara að taka afleiðingarnar á kassann…

Það virðist sem það hafi ekkert óvænt gerst á meðan ég var fjarverandi, Rabbi&Baddý og Ari&Helga giftu sig með pompi og prakt og eru ennþá gift (að því ég best veit). Drengirnir voru steggjaðir og mér heyrist sem það hafi tekist mjög vel. Atli Rafn er farinn til London og Kristinn fer til Spánar í lok september og því verðum við Ingólfur einu einhleypu meðlimir //Cyberg á Garðarshólma þetta haustið. Við munum keppast við að halda uppi merkjum en það er nú reyndar orðið frekar erfitt þar sem margir fráteknir meðlimir eru harla sjaldséðir á öldurhúsunum.

Næst á dagskrá er brúðkaup hjá Sæma, á þeim dýrðardegi 11. september. Það verður einkar gaman að komast í eitt brúðkaup þetta sumarið og ég reyni að bæta upp fyrir að hafa misst af öllum hinum með því að vera sérstaklega hress.

Þessa dagana er ég á fullu að vinna í greiðslumati og næst á dagskrá er að finna góða piparsveinaíbúð. Ég hef verið að skoða mig um undanfarið og séð margt sem kemur til greina en ég er ekki enn kominn með neina ákveðna íbúð í hausinn – vonandi verður það frekar fyrr en seinna.

Stuðkveðjur úr Hlíðarsmáranum,

Nonni

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s