Útilega

 

Já, nú er það útilegan. Mér finnst við hæfi í upphafi útileguviku að rifja upp síðustu tvær útilegur klúbbsins og það sem var látið um þær falla hér á netinu. Jón gerði þetta með góðum árangri hér á síðunni um daginn, þ.e. rifjaði upp gamlar og góðar netfærslur:

 

7/7/2003   Sigurganga

Í dag er annar dagur útileguþynnku minnar. Þessi sumarútilega félagsins og félaga félagsins var að mínum dómi mjög vel heppnuð. Töluverð rigning á köflum varð þess valdandi að yfirburðir okkar //Cybergs manna urðu enn augljósari því við styrktumst aðeins ef eitthvað var við vætuna.

Og drengir… ég á ekki að vinna golfmótið aftur, this will be the last time! ástæða: mótið er með forgjöf. En ég er engu að síður í sjöunda himni með sigurinn og mun láta grafa í gripinn eins og siður er orðinn. Vonandi verður þetta upphafið að þriggja móta sigurgöngu minni, vinn Reykjavíkurmeistaramótið í næstu viku og svo Íslandsmótið í kjölfarið, hver veit, ég hlýt að vera sigurstranglegur eftir þennan sigur, hin mótin standast varla samanburð.

Þess ber þó að geta að ekki tóku alllir þátt í mótinu. Markúsar var sárt saknað alla helgina, Siggi mætti seint í golfmótið (og hann er búinn að vera að spila vel lately), Brjánsi missti af mótinu???hvað er það!… og jú, hann Jón okkar er erlendis. Og hvar er hann Jón okkar, ég auglýsi hér með eftir fréttum af fáknum! ekki orð hefur heyrst eða sést skrifað frá því að hann kvaddi klakann. Jón… komdu heim.

jæja… allt brjálað hérna í vinnunni, verð að þjóta 🙂posted by Kristinn Árnason 19:05


 

7/29/2002   OKÍDÓKÍ

Útilegan búinn – Mögnuð!! Derhúfurnar komnar í fulla notkun – Magnaðar!! //Cyberg Open búið – Magnað!! Við erum náttúrulega magnaðir drengir. (þetta er alveg frábært orð… og allt of lítið notað). Annars hefur verið gróska í starfi klúbbsins í sumar. //Cyberg open lauk í gær með sigri Rabba… en ég er að skrifa hér inn til að vekja athygli á því að ég komst á pall. Ég læt það kyrrt liggja að tala um ykkur hina, þið verðið bara að kíkja á bloggerinn og dásama ykkur sjálfir (eða að reyna að líta á björtu hliðarnar Stebbi). Já, ÉG. Ég var að spila stórskemmtilegt sóknargolf og tók gríðarlega áhættu í mínum leik. Þessi spilamennska skilaði sér í mikilli virðingu og aðdáun áhorfenda en olli því að ég náði einungis þriðja sæti. Samt sem áður fínt að komast á pall og nú liggur leiðin bara upp á við á næsta ári. Annars býst ég fastlega við því að það verði aðeins einn official fundur það sem eftir er sumars og sá þarf að vera öflugur. Þetta haustið verð ég ekki sá eini sem reynir að breiða boðskapinn út erlendis þar sem þeir Stebbi, Ingó, Jón og Kiddi eru að fara til Danmerkur. Skandinavía hefur verið óvirk að mestu leyti í starfi okkar og er um að gera að reyna að auðga starfið þar. En drengir… síðasti fundur klúbbsins í sumar verður að vera massívur – við gerum eitthvað MAGNAÐ. Annars þakka ég þeim sem mætt hafa bara kærlega fyrir það því góð ástundun er grunnurinn að góðum fundum – Sæmundur! hertu þig maður. Svo þarf að ræða refsingar fyrir næsta fund… ég tek að sjálfsögðu eitthvað á mig fyrir það að hafa mætt klukkutíma of seint í mótið og heyrst hefur að refsing Sæmundar nemi nú heilli Haraki flösku. Annars minni ég bara á leiki PSV einal í utandeildinni… heyrst hefur að strákarni séu að spila besta boltann á Íslandi í dag og er vert að kynna sér það ef menn hafa færi á.

posted by Siggi Thorsteinsson 23:38


 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s