Föstudagspistill

Það er orðið alveg skammarlega langt síðan maður lét til sín taka hérna á síðunni. Nú líður að lokum Evrópumótsins í knattspyrnu og það virðist sem Portúgal ætli að klára dæmið með Ronaldo vin vors og blóma í broddi fylkingar. Það virðist vera með þann pilt að eftir því sem hann færist nær eðlilegri hárgreiðslu þá farnist honum sífellt betur inn á vellinum. Það er víst að með Ronaldo og Alan Smith í sama liði verðum við illviðráðanlegir á næstu leiktíð.

Gott gengi heimamanna kann að hafa komið einhverjum á óvart – en ekki mér. Í veðmáli því sem Jón Eggert kynnti hérna á síðunni fyrir mót spáði ég að sjálfsögðu Portúgal sigri og nú er staðan sú að fari þeir með sigur af hólmi gegn Grikkjum þá fæ ég pottinn, sem er ansi veglegur. Fari hins vegar svo að Grikkjum takist hið ómögulega þá hlýtur Markús pottinn enda var hann alveg einstaklega getspakur um úrslit leikja í riðlakeppninni. Aðrir eiga ekki möguleika.

Keppnin sjálf er búin að vera ágæt þó svo mér finnist að leiktímar hafi verið ansi óhentugir. Maður er að vísu búinn að sjá flesta leikina en það hefur oftar en ekki verið barátta enda er Njáll Eiðsson ekkert að stytta æfingar fyrir þó svo það sé stórleikur í sjónvarpinu. Það sem eiginlega stendur upp úr að mínu mati er hversu þulirnir hjá Rúv hafa sannað formleysi sitt í því að lýsa knattspyrnuleikjum. Ég vil ekki trúa því að þeir séu bara jafn lélegir og raun ber vitni og kenni því frekar um að þeir hafa einfaldlega ekki lýst knattspyrnuleikjum í háa herrans tíð og séu úr æfingu (þýski telst ekki með… það er svipað og að lýsa skák að lýsa þýska boltanum).

Það þarf ekki að líta lengra en til undanúrslitaleiksins í gær til að gera sér grein fyrir því hversu slakir þulirnir hafa verið. Gaurinn sem var að lýsa (Baldvin held ég að hann heiti) fór með eftirfarandi gullsetningu a.m.k. þrisvar sinnum: Grikkir hafa engu að tapa í þessum leik. Hvernig er hægt að hafa engu að tapa í undanúrslitaleik á EM í fótbolta?! Og ekki var félagi hans (Gummi Hreiðars) skárri þegar hann setti fram eftirfarandi kenningu þegar 75 mín voru liðnar af leiknum: „Hvað myndi gerast ef Grikkir skoruðu í framlengingu… þá fyrst væru Tékkar í vandræðum.“ Ég fór að velta því fyrir mér og gat engan veginn fundið út hverju það myndi breyta ef Grikkir skoruðu í framlengingu í stað þess að gera það þegar 5 mín. væru eftir af leiktímanum (kannski var pælingin bara of djúp fyrir mig). Þeir eru magnaðir þarna á RÚV. Það var síðan olía á óánægjueld minn þegar ég fékk gíróseðilinn sendan heim frá þeim í gær og þar var mér tilkynnt að búið væri að hækka gjaldið (sem ég að vísu viss) og þar sem ekki hefði tekist að ná þessari hækkun inn síðustu 2 mánuði þá yrði ég að greiða það núna. Furðulegt. Það var allt í einu orðið mitt vandamál að þeir hefðu ekki náð að nýta sér hækkunina fyrr en núna og þess vegna á ég að borga auka 1000 kall um þessi mánaðamót.

Nóg um það…

Að lokum er ekki úr vegi úr því Jón átti afmæli í vikunni að færa sögur af pilti hér á heimasíðunni. Það er ljóst að það væri ekki öllum gefið að taka þessa sögu á bakið en þar sem ég veit að Jón hefur sérlega breiðar herðar þá ætla ég að leyfa mér að láta hana fljóta:

Það er þannig hérna á okkar vinnustað eins og hjá mörgum öðrum fyrirtækjum að starfsmönnum er boðið upp á sturtuaðstöðu. Er þetta einkar hentugt fyrir þá sem t.d. hjóla í vinnuna eða eru að halda eitthvert beint eftir vinnu og vilja mæta þangað hreinir og fínir. Það er misjafnt hversu duglegir menn eru að nýta þetta og satt best að segja hef ég aldrei séð neinn bregða sér í sturtu en heyrt af því að um helgar séu menn að nýta þetta. Líklega er óhætt að segja að enginn hafi verið duglegri en Bomban að nýta sér þessa aðstöðu og hef ég heyrt að sérstakt „hitaveitugjald“ sé tekið af launaseðlinum hans mánaðarlega. Það var því einu sinni sem oftar sl. helgi að Jón ákvað að skola af sér að loknum erfiðum vinnudegi…

Jón var búinn að undirbúa allt og var við það að skella sér undir bununa þegar hann komst að því að hann hafði ruglast á heita og kalda vatninu með þeim alvarlegu afleiðingum að 100° heitt vatn (að Jóns eigin sögn) streymdi úr sturtuhausnum án þess að Jón fengi neitt við það ráðið. Þetta gerðist á laugardegi og voru aðeins tveir starfsmenn á staðnum (eftir á að hyggja sem betur fer 🙂 ). Eftir hetjulega baráttu í dágóðan tíma hafði Jóni ekki tekist að skrúfa fyrir vatnið en hins vegar orðið sér úti um myndarlegasta brunasár sem líklegast nær hátt í 3ju gráðu miðað við lýsingar bombunnar. Brunasárið var hins vegar bara smávægilegt vandamál því eftir mikinn barning sem tók eins og áður segir dágóðan tíma var skrifstofan orðin full af gufu. Auðvitað fóru allir skynjarar í gang og brunavarnakerfið pípti svo hátt að starfsfólk Smáralindarinnar fékk áhyggjur… Á örskotsstundu voru starfsmenn Securitas mættir á svæðið og bomban tók á móti þeim frekar súr og útskýrði málið… Engum varð meint af og líklegast það eina sem situr eftir er klassa saga til að setja á svona vefsíðu… bomban er engum líkur… eða eins og þeir syngja í Bretlandi: One Johnny Bomb, There’s only one Johnny Bomb…

Jæja… þetta er fínt í bili. Stórleikur í Laugardalnum í kvöld!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s