Think globally – drink locally

Ég er að nýta mér „hot spot“ netþjónustu Og Vodafone í fyrsta sinn. Það er mjög gaman á meðan ég býð eftir Cajun kjúklingasamlokunni sem útlenski kokkurinn minn er að útbúa. Hugmyndin var að flýja tóma ískápinn á Njarðargötunni og fá mér þynnkumat á þessum prýðilega sunnudegi. Allt er á áætlun ennþá, en þjónustan er frekar furðuleg þar sem þjónninn vill endilega tala íslensku, tungumál sem hann kann augljóslega ekki.

Drakk ljómaldi kaldan bjór í útskriftarveislu Steina hagfræðings í gærkvöldi. Lét hvorki kvef né gott veður stöðva mig. Veislan var stórfín en bæjarferðin var ekki upp á marga þorska. Við mættum seint og raðirnar voru allt of langar. Við Ingó fórum í stystu röðina sem við sáum, sem leiddi okkur á Ellefuna. Stoppuðum svosem ekki lengi og það var fátt sem benti til þess að staðurinn væri vanmetinn. Ef ég man rétt átti Ingólfur þó skemmtilegt atriði þegar hann pantaði tvo bjóra og missti þá báða í gólfið. Jón Eggert „the bottle breaker“ hefði ekki getað gert þetta betur.

Annars vaknaði ég einmitt um Ellefu leytið við það að ég gat ekki andað, allt stíflað – bæði nef og háls. Óhræddur hóstaði ég og snýtti mér í gegnum þá erfiðleika. Nágrannarnir eru einhvers staðar í fríi þannig að ég nýtti tækifærið og fékk sunnudagsmoggann lánaðan. Las blaðið óvenju vel, gaf mér góðan tíma. Las m.a. viðtal við Jean Plummer, sem er hvorki karlmaður né pípari, heldur maki Bessastaða Baldurs. Konan kom mjög vel út úr þessu viðtali fannst mér, hún er líka skárra myndefni en kallinn hennar. Plummer sagðist ganga 8-10 kílómetra á dag – það er ekkert smáræði.

Merkilegt með hann Baldur, framboðs Baldur. Hann var víst rekinn á sínum tíma sem flugumferðarstjóri, eða eitthvað álíka, vegna einhvers konar lyfjamisnotkunar. Dálítið skondið til þess að hugsa að þessi lyfjamisnotkun hans virðist hafa verið mikið gæfuspor, í einhverjum skilningi. Hefði hann ekki verið rekinn hefði hann líklega ekki stofnað fyrirtæki og orðið ríkur, hann hefði líklega ekki kynnst þessari bresku konu sem stóð sig svo vel í Mogganum, og hlutirnir hefðu tja sennilega ekki þróast á þann veg að það myndi hvarfla að honum að fara í forsetaframboð. Hvort forsetaframboðið sé gæfuspor skal ósagt látið en samt fyndið hvernig hlutirnir gerast.

Klukkan 18.45 er svo komið að leik Portúgala og Spánverja. Áfram Spánn – og Portúgal, allir velkomnir.

yfir og út

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s