Ágætis helgi

Lítið meira um það að segja. Ég hoppaði hæð mína af fögnuði þegar Steven Gerrard átti þessa flottu sendingu á Thierry Henry áðan. Ég komst að því að ég er óforbetranlegur Arsenalmaður, ég get bara ekki fengið það af mér að halda með liði sem inniheldur Paul Scholes, Gary Neville og fleiri sauðnaut a.m.k. ekki þegar þeir eru að spila við „mína menn.“ Annars á ég ekkert sérstakt uppáhaldslið í EM, ég kemst bara að því þegar ég byrja að horfa á leikinn með hverjum ég held. Hingað til hafa það verið Grikkir, Spánverjar, Svisslendingar og Frakkar.

Ingó fær íbúðina afhenta í vikunni og stefnir allt í innflutning um helgina. Það verður magnað… djöfull á maður eftir að crasha oft á sófanum hjá Golla og kippa með sér einum Nonna á leiðinni heim. Það er nú kannski ekki gott takmark að gista hjá Gógó, það ætti að vera meira svona neyðarúrræði – ef kellingaveiðarnar ganga takmarkað.

Takmark: Reyna að komast hjá því að gista hjá Ingó – reyna frekar við einhverja sæta miðbæjardrós

Tímamörk: Sumarið 2004

Refsing v/mistaka: Bjóða Gógó$$ upp á þynnkumat í hvert skipti sem gist verður.

Ég vona að sérfræðingurinn sé sáttur við þessa markmiðasetningu. Ég þori ekki öðru en að hlýða Stefáni – annað myndi æra óstöðugan

Lifið heil,

Nonni

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s