Sjómannadagurinn er æði

…hann er a.m.k. mun betri en laugardagurinn sem var erfiður sökum þynnku og annarra óþæginda. Þynnkunni olli rauðvínið, jú og hvítvínið, sem drukkið var aðfararnótt gærdagsins. Með rauðvíninu, eða öfugt, borðaði ég grillaðar nýsjálenskar nautasteikur sem komu virkilega vel út, eða inn öllu heldur…

Vaknaði afar hungraður í morgunn og piparsveinaískápurinn var tómur. Rölti því í morgunsólinni og fékk mér morgunmat á Gráa Kettinum, brauð – ostur og sulta, fyrir einungis 800 krónur með kaffi. Rölti smá hring á bakaleiðinni og hitti nánast bara útlendinga í bænum. Gekk upp Skólavörðustíginn og þar var verið að tæma Krambúðina, hún er að loka að því er virtist. Það fannst mér leiðinlegt; bæði vegna þess að hún er búin að vera þarna lengi, og ekki síst vegna þess að hún er nálægt sumardvalarstaðnum mínum og ég hafði ætlað mér að kaupa eitthvað í kalda skápinn í eldhúsinu.

…enn aðeins timbraður eftir föstudaginn skellti ég mér í Laugar. Hlaup örlítið og rakaði mig. Hitti Heimsklassa-Bjössa á leiðinni út. Hann er ekki sjaldan á staðnum maðurinn. Á Sundabrautinni furðaði ég mig á því hversu mikið af bátum voru siglandi á sjónum, það var meira að segja gaur á sjóskíðum úti fyrir höfninni. Þetta er skemmtilegt, hugsaði ég með mér, allir í sumarskapi. Áttaði mig fljótlega á því að þetta er dagur sjómanna, tívolí á hafnarbakkanum og polka á Ingólfstorgi, lúðrasveit og læti.

Hvað er málið með lúðrasveitarbúninga? Eru einhver lög um að búningarnir þurfi að vera svona ljótir? Ég myndi poppa þetta aðeins upp, breyta þessum lúðasveitum.

Allavega – klukkan ekki einu sinni þrjú – nóg eftir.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s