cyberg.tv — clubcyberg.com

Velkomnir félagar og aðrir á nýja heimasíðu //cyberg. Vefnefnd klúbbsins hefur unnið hörðum höndum síðustu misseri við að undirbúa opnun á nýrri síðu klúbbsins. Við höfum nú fengið okkar eigin vefföng clubcyberg.com og cyberg.tv og mun það þýða að ekki opnast lengur leiðinlegur gluggi í hvert skipti sem við heimsækjum síðuna. Ennfremur hefur síðan tekið gríðarlegum breytingum og munu menn taka eftir því að hér eftir verður hún mikið virkari en áður hefur verið, t.d. með uppfærslu á atburðum klúbbsins ofl. Einnig er auðvelt að breyta útliti síðunnar þannig að fjölbreytnin verður í fyrirrúmi á //cyberg vefnum hér eftir.

Enn á eftir að laga ýmis smávægileg atriði en heildarmyndin verður með þessu sniði. Nú verður unnið að því að koma myndasafni klúbbsins inn á netið auk þess sem það styttist í að meðlimir fái sitt eigið //cyberg netfang. Það verður síðan rætt á næsta fundi klúbbsins hversu miklar upplýsingar meðlimir vilja hafa um sig á síðunni og verður unnið frekar í þeim hluta í framhaldi af því.

Á síðustu misserum hefur dregið þó nokkuð úr virkni síðunnar og var það að sjálfsögðu með vilja gert. Við höfum lítið skrifað inn á hana sjálfir og eyðilögðum svo gömlu síðuna með viðhöfn í síðustu viku. Hér eftir vonum við að félagar verði duglegir að skrifa hugleiðingar sínar á síðuna því það fer illa saman að vera með svala síðu og ekkert innihald.

Að lokum viljum við í vefnefndinni þakka okkur sjálfum:

Sæmundur hefur líklegast með frábæru afreki sínu í uppsetningu síðunnar tryggt sér //cyberginn í tölvunarfræðum til eignar. Það er alveg ljóst að það hefur verið virkilega erfitt að starfa með jafn kröfuhörðum og smámunasömum nefndarmönnum eins og undirrituðum og Ingólfi Snorra. Á fjölmörgum fundum vefnefndar höfum við hvað eftir annað sett upp óraunhæfar kröfur á Sæmund en hann hefur jafnan hlegið að vandamálunum og leyst þau með bros á vör. VEL GERT Sæmi! Við Ingó ætlum líka að taka smá kredit og Ingó heldur meira, enda hefur hann verið vítamínsprautan í þessu öllu saman.

Drengir. Til hamingju með nýju síðuna

F.h. Vefnefndar //cyberg

Siggi

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s