Vinalegir nágrannar

Ég læsti mig úti hérna í Danmörku um helgina og var það í fyrsta skipti sem það kom fyrir. Vissum ekki alveg hvað við áttum að gera þannig að við ætluðum að spyrja einn nágranna okkar hvort að hann vissi hvort húsvörðurinn væri með masterkey eða eitthvað álíka. Vildi ekki betur til en nágranninn kom bara nakinn til dyra (sumir sáu of mikið). Hann var á leiðinni í bað þannig að við vorum ekkert að trufla hann meir. Hringdum næst í eigandann okkar og spurðum hvort að hann gæti bara ekki rennt í bæinn og opnað fyrir okkur. Hann á heima svolítið langt í burtu þannig að hann sagðist geta komið seinna um daginn. Skelltum okkur bara í Fields, nýja stærsta verslunarmiðstöð á Norðurlöndunum. Svo þegar við komum til baka var hann ekki enn kominn þannig að við ætluðum bara að hinkra eftir honum en þá kom annar nágranni okkar og bauð okkur inn. Þó klukkan væri ekki nema fjögur á laugardegi þá bauð hún okkur upp á hvítvín og alles. Sem sagt frábærir nágrannar.

Annars er veðrið bara orðið hið besta hérna í Köben. Á meðan þið á Íslandi festið bílana í sköflunum þá erum við úti á svölum í sólbaði. Það var mjög gott veður í dag, á milli 12-15 gráðu hiti og spáin hljóðar upp á hið sama næstu daga eða alla vega þangað til ég fer út til USA að spila golf í 25 stiga hita!!!!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s