Varðandi íbúðarkaupin…

Það er ljóst að Reykjavíkin er að koma verulega illa út í samanburðinum við borg háu húsanna. Án þess að hafa gert sérstaka úttekt á því geri ég ráð fyrir að leikar fari ekki betur fyrir Kópavog eða Garðabæ. Ekki sláandi niðurstöður það.

Var einn á röltinu áðan í Battery Park (rafhlöðugarður), sem er niðri við höfnina í fjármálahverfinu. Þar voru frekar fáir á ferli þannig séð en eitthvað var í gangi við lítið svið niðri við sjóinn. Allt í einu byrjar svaka tónlist og svoleiðis og ég þokast nær sviðinu ásamt örfáum öðrum sem voru á svæðinu… og hvað haldið þið piltar – var Janet Jackson ekki bara í upptöku fyrir morgunþáttinn „Good morning America“, takandi lagið. Ekki beraði hún brjóstið fyrir mig en hún vinkaði mér og hinum ferðalöngunum út um gluggann á jeppanum þegar hún keyrði burt. Ég tók ekki mynd af þessu atviki, en gott ef Janet náði ekki mynd af mér.

Fyrst ég er á þessum nótum þá var verið að taka upp kvikmyndina „The last first kiss“ (?) á stað hérna í næsta húsi, Staðnum „Balthazar“ sem hefur víst verið nokkrum sinnum í Sex and the City og svoleiðis (heimild: systa). Eftir örlitla eftirgrennslan fékk ferðalangurinn nafn myndarinnar gefið upp. Gott ef ekki grillti í Will Smith inn um glugga staðarins, hann er víst í aðalhlutverki. Will sá mig ekki.

já… hérna er ýmislegt að gerast. Fór á Chicago á Broadway í gær, það var ljómandi skemmtilegt.

– en varðandi íbúðarkaupin. Þá er ég búinn að vera að skoða nokkrar íbúðir fyrir //Cyberg. Mér sýnist við ekki eiga fyrir þessu ennþá, þannig er staðan því miður. Eins og ég setti dæmið upp þá geri ég ráð fyrir að við gætum keypt fyrir svona 50 milljónir núna, hámark 70. Hérna er ekkert boðlegt undir 100 þannig að við gætum þurft að bíða í tvö þrjú ár, þangað til getum við bjargað okkur með svokallaðri „luxury rent“ þjónustu.

þannig er staðan.

bestu kveðjur til Íslands, Spánar og Danmerkur.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s