Qatar nýr áfangastaður //Cyberg meðlima

Jæja þá er ég kominn til Danmörku aftur eftir skemmtilega ferð til Qatar. Árangurinn var svona viðunandi, hefðum getað lent aðeins ofar en það vantaði herslumuninn. Það var samt frekar magnað að koma til Qatar, peningarnir flæða gjörsamlega í landinu og allt var gert til að hafa mótið sem flottast. Það sem kom mér samt mest á óvart var að Qatar eru á leiðinni að verða Bandaríkin #2. Þeir apa gjörsamlega allt eftir þeim, t.d. eru skyndibitastaðir á hverju horni liggur við og auðvitað allt flutt inn frá Bandaríkjunum og svo eru líka nokkur risamoll þarna (það sem ég fór í var á fimm hæðum og var á stærð við 6 smáralindir) sem eru allt of stór fyrir svona fámenna þjóð enda var fátt um manninn í mollinu og að auki var efsta hæðin ekki notuð undir neitt. En Qatarbúum virðist ekkert líka vel að landið sé að breytast í Bandaríkin, því ég fór á tennisleik á Qatar open og þar voru Jennifer Capriati (USA) og Anastasia Myskina (RUS) að spila og allir héldu með rússanum og sagði einn áhorfandi mér að það væri út af því að þeim líkaði ekki hvað landið væri að verða bandarískt.

Qatar er eitt af ríkustu löndum í heimi en stéttaskiptingin er líka all svakaleg. Þeir sem eru upprunalega frá Qatar hafa það mjög gott, fá pening frá ríkinu í hverjum mánuði (menn sem ég talaði við voru ekki alveg sammála en upphæðir sem voru nefndar voru á bilinu 1100-1500 USD á mánuði), svo geta þeir auðvitað unnið líka en það er ólíklegt þar sem þeir eru sífellt í chillinu þarna, svo fá þeir frítt rafmagn og vatn og fleiri fríðindi. Á meðan vinna allir innflytjendurnir, sem koma meðal annars frá Líbanon, Indlandi og Pakistan, einhverja skítavinnu og fá lítið fyrir. T.d. spurðum við einn sem vann í fatabúðinni Springfield í mollinu hvað hann fengi í laun og hann sagði að hann fengi 700 USD á mánuði en að vísu skattfrjálst (enginn í Qatar borgar skatta af laununum sínum)!!!!!

Landið virðist samt vera í mikilli uppbyggingu núna, verið að byggja háhýsi út um allt sem að vísu er ekki búið að finna neinn tilgang fyrir því að mörg þeirra standa auð. Þar sem þeir eiga svona mikla peninga þá virðist þeim vera nokk sama og eru greinilega bara að búa sig undir framtíðina. Þeir virðast nefnilega ætla að gera Qatar að vinsælum ferðamannastað því allt mótið var ekki annað gert en að kynna landið og svo var tekið viðtal við leikmenn í hverju liði og þeir spurðir hvað þeir ætluðu að segja við vini sína og kunningja. Það sem ég segi er að þetta er fínt land að fara til þegar veturinn er sem mestur á Íslandi, fínt að skella sér til Qatar í sólina í janúar, febrúar eða mars. T.d. var hitinn 30 gráður á hverjum degi meðan ég var þarna og það var mjög nice.

Svona að lokum þar sem að aðrir meðlimir klúbbsins eru að tala um væntanlegar ferðir til útlanda þá get ég sagt ykkur að ég er líka á leiðinni til USA eins og Kiddi. Fer í apríl til Suður-Karólínu og verð í u.þ.b. 2 vikur, það er svakalegt veldi á manni Qatar í gær og USA í dag.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s