Líf og fjör en óttaleg vonbrigði

Já, Kristinn… great minds think alike. Mér fannst ég líka verða að deila aðeins með vefheimi þessu kvöldi okkar hér í Álfaheiði: Kvöldi mikilla „spekúlasjóna“ og óttalegra vonbrigða. Það sem eftir stendur er náttúrulega að United menn eru dottnir út úr Champions League og því verður ekkert af draumaviðureigninni Man U. vs. Real 😦 Við United menn getum náttúrulega bara kennt liðinu um – en eins og staðan er í dag þá er það bara einfaldlega ekki nógu gott. Er það boðlegt að ríkasta félag í heimi skuli hafa laust sæti fyrir Darren Fletcher á miðjunni? hmmm…. Annars var hann náttúrulega alveg fáránlega ósanngjarn rússneski dómarinn sem „skandaliseraði“ fyrr á knattspyrnuárinu á leik Íslands og Þýskalands. Við United menn máttum hreinlega þakka fyrir það að hann skildi ekki reka Ronaldo litla útaf fyrir leikaraskap þegar Portúgalinn hjó löppina á honum næstum því í tvennt!! Ótrúlegt.

Síðan kynntum við okkur tónleikadisk með Pixies sem er í eigu undirritaðs. Ég verð að viðurkenna að tvær grímur höfðu runnið á mig eftir fyrstu 2 hlustanirnar á þessum disk og var ég tvístígandi með það hvort ég færi á tónleikana í Kaplakrika… En eftir að hafa upplifað þá miklu stemningu sem myndaðist á Wembley þegar lög eins og „Debaser“, „Monkey gone to heaven“ og „Where is my mind“ höfðu hljómað þá er ég nokkuð viss um að ég mæti á staðinn í lok maí. Þórdís vill koma því að hérna að henni finnst líklegra að hún fari á Incubus eða Placebo þar sem það höfðar meira til hennar aldurs: Kynslóðar 2004.

Annars styttist nú óðum í það að við Stefán höldum héðan af landi brott. Þegar Kristinn fer til starfa í New York hyggjum við á landvinninga á lendum Spánar. Förinni er heitið (að því ég best veit) til Canelas sem er lítill bær á landamærum Portúgal og Spánar. Þar verður stund lögð á knattspyrnu og sólböð í eina viku… við aldeilis ljómandi heppnir – fáum að greiða fyrir það litlar 100.000 krónur – hmmm… Sem er líklega 300% meira en Kristinn greiðir fyrir Ameríkureisu sína. Fáránlegt. Ég býst hins vegar við því að neyslumöguleikar séu mun fleiri í New York og því ætti þetta kannski að jafnast út og við allir að vera svipað fátækir um páskana. Annars ekki meira um þessa Spánarferð að segja að sinni… lofa að sjálfsögðu léttri og skemmtilegri ferðasögu þegar heim kemur. Ferðasögu sem líklega fellur í skuggann af sögu Kristins – það er nefnilega svo ljómandi gaman í henni New York!

Jæja – ég hef svosem ekki fleira að segja í bili. Biðin eftir hinu nýja útliti síðunnar styttist óðum. Við Ingólfur nálgumst það óðfluga að hafa lokið þessu gríðarstóra og metnaðarfulla verkefni og held ég að enginn verði svikinn af útkomunni. Það hefur að vísu tafið verkefnið aðeins að við Ingólfur búum nánast í sitthvoru landinu og því engin smá ákvörðun að gera sér ferð til hins aðilans… Ég lofa því hins vegar að það styttist í það að ég heimsæki Barðastaði og þar með að við bindum endann á verkefni vort.

Jæja – hér set ég punktinn að sinni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s