nóg af þessu

Kominn heim frá Wembley (Álfaheiði) með magnað kaffisett í farteskinu sem ég er mjög ánægður með. Þórdís litla var eldhress og er staðráðinn í að koma með okkur hinum á Pixies tónleikana í maí, hún þarf bara að þjálfa nýja hálsinn sinn aðeins fyrir verkefnið.

Annars herma fregnir að meðlimur félagsins herji nú að flesta smáíbúðareigendur á miðborgarsvæðinu í leit að húsaskjóli fyrir sumarið, ég vona að útreikningarnir, og þar með dæmið, muni ganga upp 🙂

Af mér er það að frétta að ég er búinn að bóka mig í Flugleiðavél. Vélinni er ætlað að flytja mig til New York borgar þann 26.mars og heim aftur viku síðar. Ég er einkar ánægður með þessa bókun, fæ gistingu í sófanum hjá systu sem er stórkostlegt. Í nafni //Cyberg mun ég fá mér nokkra bita af stóra eplinu (NY) – ég veit til þess að amk Siggi og Svanur eru þegar búnir að kynna sér aðstæður í borginni vestra – ég mun kanna ýmsa fjárfestingarkosti fyrir sjóð félagsins, m.a. hyggst ég skoða íbúðir á Manhattan. Það er gaman að segja frá því að ég var beðinn um að hringja opnunarbjöllunni (e. ring the opening bell) í Kauphöllinni í New York (NYSE) – þann 1.apríl.

undirbúningur hefst hér með.

Nýji diskurinn með Air er stórfínn. Og afmælisgjöfin mín: „All the right places“ var virkilega skemmtileg, takk strákar.

svona er maður nú hress. Hvar er nýja lúkkið piltar 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s