Danmörk og sektir

Þrátt fyrir að Danmörk sé frábært land þá er alveg ótrúlegt að það er sektað fyrir alls kyns hluti. Fyrst ber að nefna sektir fyrir að vera ekki með ljós á hjólunum sínum þegar farið er að rökkva en Júlla, vinkona mín hérna úti, lenti einmitt í því í gærkvöldi. Það var verið að reiða hana á hjóli, sem er bannað, en auk þess voru engin ljós á hjólinu. Hún var að hjóla upp í Lyngby og þvílik óheppni að löggan kom auga á hana. Hún fékk 500 D.kr. í sekt fyrir að vera farþegi á hjóli og svo fékk ökumaður hjólsins 1000 D.kr. í sekt fyrir að vera með farþega og auk þess fyrir að vera ljóslaus. Ótrúlegt hvað danska löggan nennir að vera að böggast í dönskum hjólreiðamönnum. Auk þess að geta fengið sekt fyrir að vera ljóslaus á hjólinu getur maður verið sektaður fyrir að vera fullur á hjólinu og getur þyngsta refsing verið sú að maður missir ökuskírteinið sitt.

Einnig hefur það verið í umræðunni að undanförnu að sekta almenning fyrir ýmsa hluti. T.d. ef atvinnulaust fólk mætir ekki reglulega til atvinnumiðlunar þá eigi að sekta það, líka ef maður mætir ekki í tíma til læknis á fyrirfram pöntuðum tíma þá verði hægt að sekta mann. Svo var rætt um einhver fleiri atriði sem ég man ekki. Þetta ætti engu að síður að sýna fram á að danska ríkið reynir eftir fremsta megni að koma fleiri og fleiri aurum í kassann sinn og er ég farinn að halda að ástæðan sé sú að þeir séu að reyna að byggja upp varasjóð svona eins og Norðmennirnir gera með olíusjóðinn sinn.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s