Allsberi Hafnfirðingurinn

Lögreglan í Kópavogi var á venjubundinni eftirlitsferð um Hamraborgina síðla á laugardagskveldi. Allt í einu rak annar lögreglumaðurinn augun í óvenjulega sjón. Hann sá ekki betur en það væri nakinn karlmaður á gangi eftir Kringlumýrarbrautinni. Hann var ekki alveg viss en bað félaga sinn samt sem áður að keyra á eftir fyrirbærinu til að ganga úr skugga um að allt væri með felldu.

Þegar þeir nálguðust fór ekkert á milli mála að þarna var nakinn Hafnfirðingur á ferð. Löggurnar tóku hann upp í og spurðu hann spjörunum úr. Hafnfirðingurinn sagðist vera á leiðinni í bæinn

L: bæinn!! af hverju í guðs bænum ertu nakinn?

H: Hefurðu einhvern tíma séð svo fallega konu að þú værir til í að gera allt til að þóknast henni? Ég hitti draumadísina mína í kvöld og hún spurði mig hvort ég væri til í að gera allt fyrir sig

L: Hvað kemur það málinu við?

H: Jú, ég hitti hana á Fjörukránni og það fór vel á með okkur. Ég bauð henni upp á glas og svo fór að hitna aðeins í kolunum. Við fórum heim til hennar og keluðum og knúsuðumst í smá stund. Eitt leiddi af öðru og fyrr en varði vorum við komin úr öllum fötunum. Þá fór hún á niður á fjóra fætur og sagði við mig: „Gakktu í bæinn“ … og þess vegna er ég hér.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s