Framkvæmdir

Ég hef ekki verið duglegur að skrifa inn á síðuna upp á síðkastið en hef verið að vinna hörðum höndum að hönnun hennar á bak við tjöldin. Það er ljóst að vinnan hefur tekið aðeins meiri tíma en búist var við í upphafi en ljóst er að lokastigið nálgast óðfluga. Leiðir okkar Ingólfs hafa ekki legið saman enn og ljóst er að síðan mun ekki fá endanlegt útlit fyrr en hinn vefstjórinn hefur komið með sitt input… Það styttist þó í að við fundum og má þá búast við því að allt fari á fullt.

Ég er búinn að gera myndasíðu (er reyndar ekki búinn að smella henni inn) og er að vinna í ýmsum öðrum hugmyndum að síðunni, sem flestar hverjar hafa komið frá áhugasömum lesendum í gegnum tölvupóstfangið webmaster@cyberg.tk. Áhugaverðasta hugmyndin kom frá íslenskri snót sem vildi að einhleypir meðlimir klúbbsins væru aðgengilegri fyrir unga íslenska, kvenkyns, vonbiðla. Ljóst er að bregðast þarf við þessu kalli og er sem stendur verið að vinna í hönnun á gagnagrunni //cyberg. Hugmyndin er að ungar stúlkur, áhugasamar um að komast í samband við meðlimi, geti þá skráð sig inn í grunninn og einhleypi armur klúbbsins fari síðan yfir þetta reglulega og meti hvort þarna sé „match“ að finna…

Annars er nú fátt annað að frétta. Fátt nýtt að gerast hjá manni núna og febrúar virðist ætla að verða fremur rólegur mánuður. Fyrir fréttir af nýjasta fjölskyldumeðlimnum hjá mér bendi ég á heimasíðuna hennar þar sem hægt er að fylgjast með henni í gegnum myndir og fjölskyldublog.

Mig langar náttúrulega að óska þeim drengjum í klúbbnum sem eru á leið að útskrifast innilega til hamingju með þann merka áfanga. Ljóst er að //cyberg færir íslensku atvinnulífi veglega gjöf nú í lok mánaðarins þegar nýútskrifaðir háskólanemar mæta sterkir til leiks með diplómu á bakinu. Nokkrir eru reyndar löngu komnir í vinnu og aðrir á barmi þess að landa stórsamningum. Ritgerðir meðlima vöktu að sjálfsögðu lukku og mega drengirnir vera sáttir við sitt…

Annars verð ég að koma því að hérna að menn hafa farið hamförum í íslenskum íþróttafréttum upp á síðkastið. Stundum þegar ég er að horfa á íþróttir, og þá sérstaklega enska boltann (sem kemur ekki oft fyrir), þá vildi ég að ég hefði blað og blýant við höndina… gullmolarnir sem fljúga eru oft á tíðum ótrúlegir. Gaupi var t.d. með ensku mörkin um daginn og var að fara yfir bikarkeppnina… Ég held að Tottenham og Man. City hafi verið að spila fyrri leikinn sinn sem fór eitt – eitt. Allavega, annað liðið skoraði á 50. mínútu og Gaupi greindi skilmerkilega frá því… en bætti svo við þegar hitt liðið jafnaði 10. mínútum síðar að það væri eflaust vegna þess hversu vel þjálfarinn hefði lesið yfir hausamótunum á þeim. Hann klikkaði reyndar á því að það var enginn hálfleikur á milli.

Í gær átti svo Þorsteinn Guðmundsson algera gullsetningu þegar hann sagði að Arsenal án Henry væri eins og maður án konu – mögnuð samlíking…. hjá karlmanni. Það sem gerði þetta enn fyndnara var að einungis 10. mínútum áður hafði hann haft á orði að það væri hreint ótrúlegt hvað Arsenal gæti spilað góða knattspyrnu.

Síðan áðan var Steingrímur Ólafsson, frammari, gestur í Olíssportinu og var að fara yfir atvikið á milli GARY Neville og Steve McManaman… En maðurinn bara gat ekki náð því að það hefði verið Gary en ekki Phil sem skallaði McManaman. Hann tönglaðist a.m.k. sex sinnum á því hversu illt væri á milli Phil og gamla Liverpoolmannsins og hversu fáránlegt þetta væri af jafn reyndum leikmanni og Phil. Alveg magnað.

Það er ekkert grín að vera íþróttaþulur… Annars fannst mér gaurinn á RÚV toppa þetta í gær þegar hann var að tala um íslensku glímuna og hversu frábær íþrótt það væri. Það var eitthvað úrslitamót og menn höfðu unnið ötullega að því að kynna þessa frábæru íþrótt fyrir landsmönnum. Það hafði reyndar ekki skilað sér því einungis tveir foreldrar og þrír vinir virtust hafa nennt að mæta til að horfa á glímukonurnar keppa um Íslandsmeistaratitilinn… Hann lofaði þó glímusambandið í hástert fyrir vasklega framgöngu í kynningarmálum. Magnað – þetta skilar sér kannski til lengri tíma. Þetta er nú ekkert rosalega flókið finnst mér… Það er alger byrjun að breyta búningunum… Ef reglurnar og keppendurnir væru kannski í átt við glímuna í Skítamóralsmyndbandinu þá væri þetta líklegast þjóðaríþrótt sem þjóðin nennti að þekkja.

jájá… ótrúlegt hvað maður bullar þegar maður byrjar að skrifa. Bið annars bara að heilsa öllum í bili. Góðar stundir

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s