Mr. Paul Garfield

Eitt sinn var maður, mikill vexti og limafagur. Hár var hans var mikið með rauðum blæ. Þótti þessi maður allfróður um flest allt á milli himins og jarðar…

Á föstudaginn fór ég, ásamt fyrrnefndum manni, Barða og Halli í bíó á Lost in Translation. Á undan horfðum við á Svínasúpuna á T.G.I. Fridays og fengum okkur einn bjór. Nýttum við þrír okkur tilboð á stórum bjór, kr. 350, en Kristinn ákvað frekar að fá sér einn café latté og bjór í gleri. Þar sannaði hann í eitt skipti fyrir öll gríðarlega pöntunarhæfileika sína, því þrátt fyrir að hafa fengið 30% minna magn af bjór borgaði hann 850 kr. fyrir. Þegar við sátum og sötruðum bjórinn vildi svo óheppilega til að óvenjumikill eldur kviknaði í kertastjaka einum út frá sprittkerti. Barþjónninn brást frekar vitlaust við en Kristinn var með það alveg á hreinu hvaða viðbrögð væru við hæfi og höfðu viðstaddir á orði að þar færi efni í slökkviliðsmann…

Að þessu loknu héldum við í bíóið og var myndin hin ágætasta skemmtun. Í hléi fræddi Hallur okkur um að næsta mynd sem Bill Murray ætlaði að gera væri um Garfield. Þóttu þetta góðar fréttir enda þeir báðir, Bill og Grettir, fyndnir með eindæmum. Kristinn var þó ekki eins glaður og við hinir við þessar fréttir og kom þá á daginn að hann var ekki með það alveg á hreinu hver Garfield er. Þótti það nú ekki mikið tiltökumál en skutu menn samt sem áður léttum skotum á Kristinn, bara svona upp á stemminguna. Að lokum var Kristni þó sagt að um væri að ræða köttinn fræga, einn besta „fúll á móti“ karakter allra tíma. Kom Kristinn þá með einhverja mögnuðustu (og lélegustu) afsökun síðari ára…

„jááá, að sjálfsögðu veit ég hver Garfield er. Ég hélt bara að þið væruð að tala um einhvern karakter sem Bill Murray ætlaði að leika. T.d. Paul Garfield…“

Var það mál manna að Kristinn stæði lakari eftir þessa afsökun en áður…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s