Ef Svín gætu flogið

Jæja, þar sem maður situr nú fyrir framan tölvu allan liðlangan daginn er ekki úr vegi að koma með eins og einn pistil, það er allt of langt síðan ég skrifaði eitthvað af viti hér inn.

Útrás //Cyberg liða er með mesta móti þessa helgina. Ingólfur ákvað að chrasha brúðkaupsferð Stebba og Guggu til London og hafa heyrst raddir þess efnis að þau muni ættleiða Ingólf og setja hann í barnaherbergið í villunni sinni eftir þessa ferð. Mun það samt sem áður auka hözzlmöguleika Ingólfs þar sem núverandi aðstaða hans er ekki mjög góð sökum lítillar fjarlægðar frá Norðurpólnum…

Markús er á leið „heim“ til Kaupmannahafnar og ætlar þar að leika hið fagra hlutverk iðjuleysingjans. Markús, sem hefur stundum verið kenndur við Magnús Scheving sökum gríðarlegrar iðni og eljusemi, ætlar að vera í dönskuskóla 2 tíma á viku og æfa borðtennis 3svar í viku. Það sem eftir er af tíma hans mun fara í útbreiðslu fagnaðarerindisins og að skoða vænlega kvenkosti fyrir hina 3(!!!!!!!!!) eftirlifandi einhleypu meðlimi klúbbsins. Líklega mun Playstationtölvan einnig vera brúkuð í óhófi.

Af sjálfum mér er það að frétta að ég er byrjaður að vinna á mínum nýja vinnustað, Íslandsflugi og er einmitt í þessum töluðum orðum að enda vaktina mína í dag, heilir 12 tímar að baki. Þegar ég er ekki hér verð ég að kenna í Árbæjarskóla og þegar ég verð ekki að kenna í Árbæjarskóla verð ég að þjálfa. Það verður sem sagt ekkert að gera hjá mér í haust…

Þó má búast við því að ástandið versni til muna eftir 1-2 vikur en þá hef ég ákveðið að byrja með stelpu. Áhugasamar vinsamlegast sendið póst á jeh@islandsflug.is með subjectinu „ást“ eða sendið sms í síma 699-4029. Öllum umsóknum verður svarað skriflega og vænlegustu umsækjendurnir verða boðaðir í verklegt próf. Kristinn Árnason mun svo fá að velja úr þeim sem ég hafna…

Einnig vil ég auglýsa eftir því að þeir helvítis ræflar sem eru ekki ennþá búnir að borga mér fyrir áfengið á árshátíðinni (Svanur, Markús og Stefán) hunskist til þess að gera það. Einnig vil ég biðja Brján að borga fullt verð en hann, gyðingurinn sem hann er, reyndi að komast upp með það að borga einungis 1200 kr. í stað fullra 1500 króna. Það finnst mér sérstaklega ósvífið í ljósi þess að hann drakk ekki bara mest af áfenginu heldur líka af lýsinu. Legg ég til að þessi gyðingsháttur verði hafður í huga þegar refsingar fyrir næsta fund verða ákveðnar.

Að lokum efni ég til verðlaunasamkeppni í Bónus Holtagörðum á laugardaginn á milli 14:00 og 16:00. Sá sem leikur hlutverk drukkna mannsins í brandaranum mínum hér fyrir neðan og segir þetta við einhverja gellu (sem þarf helst að vera drulluflott) fær að launum ókeypis læknisþjónustu á Bráðamóttökunni á Raufarhöfn og ársbirgðir af post-it miðum frá Íslandsflugi.

Lifið heil…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s