Við vikulok

Já, það bara mallar hjá manni lífið þessa dagana. Ég mætti aftur til vinnu á mánudaginn og þar beið mín kunnuglegt andlit. Bomban er mættur til starfa hjá Íslandsflugi. Jón Eggert Hallsson, hagfræðingur, ber nú að miklu leyti ábyrgð á daglegum rekstri félagsins og má með sanni segja að skemmtanastuðullinn í vinnunni hjá mér hafi hækkað heilmikið. Það er hins vegar ljóst að Jón situr í heitu sæti og nú þegar hefur maður heyrt getgátur þess efnis að „eldglæringalending“ félagsins á Hornafirði í vikunni sé að einhverju leyti tengd störfum Jóns. Ég leyfi mér hins vegar að fullyrða hér að Jón ber enga ábyrgð á þessari dramatík.

Ég fékk tækifæri í vikunni til að kynna mér B.Sc. ritgerð Kristins Árnasonar um verðmat Símans — Það er ljóst að ég er aðeins leikmaður í þessum efnum og ýmsir kaflar ritgerðinnar voru mínum skilningi ofviða… en… ég leyfi mér samt að segja að ef Kristinn gerir ekki tilkall til Nóbelsverðlauna þetta árið – þá er spilling innan nefndarinnar. Ég var í það minnsta hrifinn af ritinu góða og tel víst að Kristinn hafi með verkinu skipað sér á bekk með ekki ómerkari mönnum en Jóni Eggerti Hallssyni, sérfræðingi í málefnum Íbúðalánasjóðs og mr. Damadoran (held að þetta sé rétt) sem verður víst titlaður fátt annað en sérfræðingur í verðmati fyrirtækja.

Já og að lokum. Stúlkan okkar Tinnu vex og dafnar og verður sprækari með hverjum deginum og finnst mér hún sýna alls kyns merki um ótrúlega greind miðað við þetta ungt barn. Hún setur gjarnan upp fýlusvip þegar rætt er um Arsenal í sjónvarpinu og skælbrosti áðan þegar fjallað var um Manchester United og þeirra leikmannakaup síðustu misserin. Reyndar sneri hún sér undan þegar minnst var á Diego Forlán… hún var náttúrulega ekki fædd þegar hann setti mörkin gegn Liverpool í fyrra og á því alveg eftir að sjá þvílík gersemi leikmaðurinn er.

Nóg af bulli í bili!!

Neibb – eitt enn. Rætt hefur verið um það á óformlegum fundum sumra klúbbmeðlima að nýtilkomin auglýsing frá Heimdalli á síðu félagsins stangist á við tilgang og hugsjón //cyberg. Þetta er kannski ekkert stórmál en ég er þó nokkuð fylgjandi þeirri hugmynd að það sé kannski ekki við hæfi að við séum með pólitískar auglýsingar á vefriti sem hugsað er sem málgagn allra félaga klúbbsins. Vissulega hugsum við hlýtt til félaga okkar sem eiga í baráttu á stjórnmálasviðinu en við gerum okkur jafnframt grein fyrir því að ekki eru allir sammála þeirra skoðunum og baráttumálum… Ættum við því kannski að láta auglýsinguna hverfa??? Bara pæling – Speak out guys!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s