Liðstjórinn

Íþróttasíður morgunblaðsins eru áhugaverðar í dag. Fjallað er um sigur ÍBV yfir Fram í kvennahandboltanum, sem er kannski ekki frásögum færandi enda tap orðinn góðkunningi kvennaliðs Fram. Ef maður hinsvegar rýnir frekar í tölfræðina kemur í ljós að tveir Framarar fengu rauða spjaldið, Sigrún Björnsdóttir og Jón Eggert Hallsson. Það er greinilegt að dómurum landsins er eitthvað illa við //Cyberg. Siggi Sæberg benti á þessa staðreynd í pistli, ekki alls fyrir löngu, og þetta hefur nú verið staðfest.

Það er á allra vitorði að Jón Eggert er hæglátur maður, sem mótmælir sjaldan og tuðar aldrei. Þessi dómur er klárlega mistök enda fá dómarar leiksins ekki háa einkunn en samkvæmt morgunblaðið voru þeir slakir.

Fyrirsögnin að ofan er óbein tilvitnun í starfsheiti Jóns Eggerts skv. morgunblaðinu en eins og glöggir lesendur vita, væntanlega, þá er Jón enginn liðstjóri heldur aðstoðarþjálfari og tónlistarstjóri.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s