Not just fast…

very fast (tilvísun í nettengingu sem síðar verður rætt um)!

Sælir drengir, ég er mættur aftur í vefheima (e. webworld). Maður er búinn að vera hálf vonlaus eitthvað í þessum vefskrifum en núna stendur þetta allt til bóta. Mig langar að sjálfsögðu að byrja á að þakka fyrir síðustu helgi en þrátt fyrir stutta þátttöku í árshátíðinni var ég betri maður eftir þetta kvöld. Maturinn var góður, húsakynnin glæsileg og að félagsskapnum er ekki að spyrja. //Cyberg fyrir því!

Annars hefur maður haft það virkilega gott síðustu vikur í faðmi fjölskyldunnar (magnað að geta talað um sig sem fjölskyldufaðir – Raymond all the way!). Sú litla vex og dafnar og hefur þegar sýnt mikil þroskamerki… t.a.m. var hún virkilega döpur alla síðustu helgi og vorum við ekki lengi að tengja það við ósigur Man. Utd. á Wolves sl. laugardag. Hún setti líka persónulegt met í grettum í gærkvöldi þegar íslenska landsliðið „skeit á sig“ og ég er ekki frá því að hún hafi sýnt Patreki fingurinn þegar hann gerði sín fimmtu mistök á 3 mínútum um miðbik síðari hálfleiks – skýr stelpa.

Annars er hægt að fylgjast með henni á barnalandssíðunni sem við erum búin að setja upp fyrir hana. „Click Here“.

En nóg um hana og meira um mig 🙂 Maður kemur eins og ég segi ótrúlega sterkur inn í vefheima á ný. Ég var að tengja ADSL í íbúðina og því er familian Álfaheiði 22 nú sítengd. Má því búast við því að ég verði hreint óstöðvandi í skrifum á síðuna. Markmiðið er ennfremur að myndasíða //cyberg verði komin upp fyrir sunnudag.

Já það hefur svosem meira gengið á hjá manni. Valsmenn eiga leik í kvöld og maður er ekki í leikmannahópnum – enn eitt rauða spjaldið. Kannski maður þurfi að fara í gegnum einhverja smá naflaskoðun. Mér tel mig samt tilneyddan til að kenna dómurunum um þetta allt saman… maður er orðinn einhvers konar Regnbogabarn í samfélagi íslenskra knattspyrnumanna. Svo getur líka vel verið að maður kunni bara reglurnar ekki nægjanleg vel – gildir einu.

Jæja, segjum þetta gott í bili.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s