Það var og drengir!

Ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir hreint frábæran dag á laugardaginn var, ég skemmti mér alveg hreint konunglega. Einnig langaði mig að drepa aðeins á helstu atburðum dagsins.

Stundvísi var ekki orð dagsins… svo mikið er víst því sjálfur byrjaði ég á því að vera vel seinn og draga Jón með mér niður í svaðið. Já, ekki nóg með það að ég hafi verið seinn út af einhverjum helvítis handboltaleik í valsheimilinu heldur ákvað minn trausti þjónn til margra ára, Hvítfaxi eins og ég kýs að kalla hann, að hvíla sig við ljósin hjá valsheimilinu. En með góðum skammti af undraefninu WD40 tók hann við sér á ný.

Í TBR húsinu var spilað badminton, badminton er ekki mín sterka hlið svo við skulum halda áfram.

Eftir stuttan nestistíma á KFC skelltum við okkur svo í gufubaðsstofu Jónasar þar sem við fórum í gufu, fengum okkur bjór og margir hverjir nudd. Reyndar verður að segjast eins og er að gufubaðsúthald cybergmeðlima er alveg hreint arfaslakt og ég held að menn hafi mest enst 10 mín meðan þessir gömlu jálkar sem voru þarna voru að byrja að svitna eftir sama tíma! Um Gufubaðsstofuna hef ég þetta að segja: Fínn staður, Nudd er gott, hver er þessi Jónas?

Þess má kannski geta að í Gufubaðsstofunni slógust Stefán og Svanur í hópinn og þá vantaði bara Sigurð!

Menn mættu svo í matinn í Bryggjuhverfinu á misjöfnum tíma eins og í aðra atburði dagsins. Aðalfundur var settur og skilgreindu menn ný markmið fyrir fundinn eftir maraþonið í fyrra; Snarpur Aðalfundur! Ég held að það hafi bara tekist vel og fundurinn verið mjög svo mátulega hæfilegur. Hérr mætir Sigurður Sæberg faðir og heiðursforseti í slaginn.

Matreiðsla kvöldsins var eðlilega framkvæmd af framkvæmdastjóra klúbbsins. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í borðhaldið heldur segja bara að mér fannst maturinn alveg hreint frábær… Ingó, you still surprise me after all these years!

Og þá reiddi Arsenal klúbburinn til höggs! Já, einn Arsenal maður er þolanlegur, 2 Arsenal menn tæplega, 3 saman…. engan veginn. Í ár vildi svo óheppilega til að öll árshátíðarnefndin var skipuð Arsenal mönnum og slíkt veit ekki á gott. Úttekt á meðlimum var í þeirra höndum og má segja að ýmsar ákvarðanir nefndarinnar hafi verið vafasamar í meira lagi! Um þennan lið hef ég þetta að segja: Arsenal tapaði fyrir Middlesboro í kvöld, neysla lýsis er ekki til eftirbreytni.

Það sem eftir lifði kvölds var svo gleðin við völd í bryggjuhverfinu… ég tók að mér að svala þorsta fjöldans. Ég gekk um og útbýtti staupum í fjöldann, eins og ég væri að dreifa pósti….

Restin hjá mér er svo eiginlega í móðu eins og hjá flestum meðlimum held ég… en á Nasa fór ég…. og á dansgólfið líka… og eitt er víst… ég dansaði vel.

Svo lauk minni þátttöku í kvöldinu á einhverri óræðri tímasetningu á bilinu 4-6 og þykir mér miður að hafa ekki snætt pizzu í þeim ágæta félagsskap sem var á Lækjartorgi þarna undir morgun.

Þannig að í heildina séð… frábær dagur og ég þakka rabba fyrir gestgjöfina, ingó fyrir matinn og nefndinni fyrir skipulagninguna.

Síðar drengir, Síðar….

B

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s