Þá er það niðurtalningin!

Sigurður kemur inn á árshátíðina skemmtilega sem verður næsta laugardag. Það er ekki laust við tilhlökkun og það er ljóst að ég mun leggja hart að mér í ritgerðarskrifum fram á laugardag, því ég geri ekki ráð fyrir miklum afköstum á sunnudaginn 🙂 … og jú, satt er það að ég þreyfaði á bumbunni hennar Tinnu í vikunni. Það fannst mér virkilega athyglisvert, ég hef ekki gert þetta oft áður og hef séð færri óléttar bumbur en flestir, en… þetta hlýtur að vera með stærri börnum, þetta er einkar tilkomumikill magi sem hún ber framan á sér þessa dagana hún Tinna 😉

Brjánn afmæli

Já, ég fór á sinfoníutónleika á fimmtudagskvöldið. Mamma vildi endilega bjóða okkur fjölskyldunni. Þetta voru svokallaðir Vínartónleikar og það er skemmst frá því að segja að ég skemmti mér sérlega vel. Fiðla hljómsveitarstjórans var frá árinu 1754! hvort það hafi haft jákvæð áhrif á stemninguna veit ég ekki en þetta voru sérlega tilkomumiklir og hressandi tónleikar fannst mér, og mæli ég með þessu.

Í hléi hitti ég engan annan en Brján Bjarnason, þar sem hann var einmitt á tónleikunum með Kareni að halda upp á 24 ára afmælið, merkur dagur og góður.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s