Árshátíð

Það mætti halda að klúbbmeðlimir væru dauðir úr öllum æðum enda ekki verið skrifað á síðuna síðan Stefán fór úr lið. Ástæðan? Tvíþætt: Meðlimir hafa einbeitt sér að sendingum á netpósti þar sem umræður um árshátíðina hafa verið fyrirferðamiklar. Því til viðbótar hefur það haft mikil áhrif á klúbbinn að nú styttist í skil á lokaritgerðum í hagfræðideild HÍ og virðist sem þó nokkuð stór hluti klúbbsins sé búinn að sökkva sér í ritgerðaskrif og hafi þ.a.l. lítinn tíma fyrir síðuna góðu.

Dagsetningu árshátíðar hefur verið breytt og hefur hún verið færð til 17. janúar nk. Þar sem ég er ekki meðlimur í árshátíðarnefnd klúbbsins þá finnst mér óviðeigandi að ég tjái mig meira um komandi hátíð en hvet þó til að nefndarmeðlimir fari að láta í sér heyra enda stutt í daginn góða. Það var löngu ljóst að eftir frábæra frammistöðu síðustu árshátíðarnefndar yrði erfitt að gera betur í ár. Ég vona þó innilega að nefndarmeðlimir séu ekki að kikna undan álaginu og skili af sér góðu verki.

Annars nóg á döfinni… knattspyrna og vinna í fullum gangi auk þess sem mér sýnist að stutt sé í að konan mín kær sleppi afkvæminu í heiminn. Kristinn þreifaði á kúlunni í gær og mat hlutina sem svo að allt væri á góðu róli. Lækningar eru Kristni í blóð bornar og því vel mark á honum takandi. Ég er því alveg rólegur 🙂

Að lokum langar mig að hvetja tónlistarstjóra klúbbsins til að gefa út lista yfir //cyberg lög ársins. Mér finnst lágmark að jafn öflug samtök og okkar láti til sín taka í þessum fræðum að velja „hitt og þetta“ ársins eins og minni spámenn eru að gera nú við áramót. Ég ber engan sérstakan titil sem gefur tilefni til að velja árslista og því held ég að ég komi bara af stað könnun:

//cyberg ársins 2003????

bkv. Siggi

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s