Djöfulsins klassi!!!

Þannig er mál með vexti að kallinn fór úr lið í gær, þó ekki axlarlið eins og ég var vanur hér á árum áður, heldur puttalið. Nánar tiltekið á löngutöng hægri handar. Mér fannst vera kominn tími til að prófa eitthvað nýtt, allavegana er Jón Eggert alltaf að segja mér að vera óhræddur við að prófa nýja hluti. Jón, takk fyrir ráðleggingarnar. Það má því segja að nýja árið byrji bara nokkuð vel, kallinn nýjungagjarn og eins og er að lesa bókina Heimskir hvítir karlar. Fín lesning þar á ferð. Þó er einn galli á gjöf Njarðar. Ég á frekar erfitt með að berja á lyklaborðið t.d hefur þessi barningur tekið um 10 mínútur, gróflega áætlað. Jæja ég held að það sé kominn tími til að halda áfram baráttunni í ritgerðinni. Ritgerðin heitir hér eftir „kvótakerfið með vinstri hendinni“.

Að lokum óska ég ykkur gleðilegs árs og þakka fyrir það gamla.

Kveðja

Puttalingurinn

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s