Jólin

Sælir drengir… og netheimur – og gleðileg jól. Ég ætlaði nú að vera löngu búinn að skrifa hérna inn… en svona er það – skrifum þetta á upptekni.

Jólin. Þau voru góð.

Þorláksmessa: Skata í hádeginu á Hótel Sögu og bærinn og frábært kaffiboð hjá Elínu og Ottó um kvöldið. Maður gat ekki annað en komist í jólastemningu enda var tekið á móti okkur drengjunum eins og höfðingjum þegar við mættum á Njarðargötuna.

Aðfangadagur: Hamborgarahryggur hjá tengdó og eitt mesta pakkaflóð allra tíma. Ég gaf litlu frænku Man Utd búning og hann gerði ekkert nema að slá í gegn. Fékk sjálfur tvo örbylgjuofna – ótrúlegt… en satt.

Jóladagur: Tvö hangiketsboð og allir saddir og sælir.

Annar dagur jóla: Jólaboð um daginn og svo var mér boðið í fisk um kvöldið. Það kann að hljóma furðulega og viðurkennist hérmeð að ég var ekkert allt of sáttur við hugmyndina… en eftir góðan mat var maður ánægður með að fá smá hvíld frá stórsteikunum.

Annað var svona meira eftir uppskriftinni… lestur góðrar bókar, sjónvarpsgláp og matur – án alls hausverkjar 🙂 Síðan tók maður sig til og setti á svið eitt stykki jólaball enda burðarás í starfsmannafélagi fyrirtækisins 😉

Annars eru vonbrigði jólanna gengi mitt í //cyberg deildinni. Nú lýkur keppninni í kvöld með leik Arsenal og Southampton og útlit er fyrir að Rafn Árnason fari með sigur af hólmi. Súrt í broti en í það minnsta gott að titillinn fór ekki út fyrir klúbbsins dyr 😉

Annars heyrði ég orðróm þess efnis að stefnan væri sett á sund í Breiðholtslaug kl. 8.15 í kvöld. Er eitthvað til í þessu? Látið í ykkur heyra.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s