Jólin og hausverkur…

ekki það að ég fái hausverk vegna jólanna, það held ég ekki, ég kann ágætlega við jólin. Hinsvegar er ég með virkilega furðulegan hausverk, einhver furðuleg þyngsi og dofi yfir augunum og í enninu. Þessi höfuðverkur, ef verk skyldi kalla, veldur mér miklum vandræðum þessi jól. Það er nú þannig að ég hafði ætlað mér að gera ýmislegt yfir jólin, namely: að lesa bækur, að horfa á bíómyndir og ekki síst hafði ég ætlað mér að halda áfram með bs ritgerðina mína. Höfuðverkurinn hefur svo valdið því að ég tolli illa fyrir framan tölvu (ég er að ströggla núna) og því gengur hvorki né rekur í ritgerðinni. Ennfremur get ég ekki lesið út af hausnum sem er sérlega slæmt, og sjónvarpsglápið er heldur ekki að gera mikið fyrir mig, einmitt út að hausnum. Já, þetta er dularfullt mál og vonast ég til að komast til botns í þessu von bráðar, og ég vona að það verði ekki minn bani.

jæja… en jólin halda áfram. Gleðileg jól félagar!

best að fá sér aðeins meira konfekt, það drepur mann varla.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s