Tvenna, eða svokallaður tvistur…

Já, það fór eins og það átti ekki að fara þessa helgi. Straumurinn var einfaldlega of þungur og ég fékk ekki við neitt ráðið. Mín eigin mótspyrna var enda fremur lítil, jafnvel minni en hjá Saddam um daginn, engin. En þetta er í góðu lagi, skemmti mér ágætlega, prófin(ð) eru búin hjá mér og væntalega er töluvert langt í næsta próf, þ.e. skólapróf. Ég var heldur ekki einn í ruglinu þessa helgina, flestir tóku nú þátt í fjörinu. Prýðilegt afmælisboð hjá honum Stefáni Guðjóns á föstudagskvöldið markaði upphafið, stutt stopp á tónleikum á Nasa, svo Kaffibarinn, að lokum illa ígrunduð heimsókn á tuttugu og tvo.

Stoppaði leigubíl á Hverfisgötunni eins og ég geri oftast. Það var þungt yfir leigubílsstjóranum svo ekki sé meira sagt. Það var sæmilega létt yfir mér og fór ég því að reyna að spjalla við bílstjórann eins og venjulega. „Er mikið að gera hjá ykkur í kvöld?“ spyr ég. (klassísk spurning) Og svarið kom nú ekki á óvart, reyndar finnst mér þetta alveg ótrúlegt með þessa leigubílamenn. „Nei, það er ekki rassgat að gera! sama helvítis kjaftæðið“ segir leigubílsstjórinn. Þeir virðast aldrei vera sáttir við traffíkina, sérstaklega sló þetta mig þessa helgi þar sem allt var stappað af fólki í bænum. Ég lét þessa skoðun mína í ljós við kallinn og hann hélt því áfram að tala um erfitt líf leigubílsstjórans. Það fór svo sem ágætlega vel á með okkur, ef ég man rétt, og hann kvaddi mig með orðunum: „Þetta er nú meira bullið, en það er gaman að þér“.

Þegar ég vaknaði á laugardaginn var áfengi ekki ofarlega í huga mér. Eða reyndar var það frekar ofalega í huga mér, en það var ekki tilhlökkun því að ég vissi að ég var skráður á svaka jólahlaðborð um kvöldið á Apótekinu. Allavegana, þá var ekkert annað að gera en að hrista af sér slenið, gróf upp gamalt bindi, straujaði það og brunaði af stað. Það fór tæplega hálfur bensíntankur og tveir klukkutímar í það að sækja Ingólf upp í sveit og mættum við tískulega seint á staðinn. Fengum þó prýðileg sæti með góðu fólki. Jólabjórinn fór merkilega vel niður þrátt fyrir allt saman en ég áttaði mig á því að ég stóð frammi fyrir ákveðnu valvandamáli. Helgin var búin að vera dýr, jólagjafir og skemmtanir, þannig að ég var með hugann við budduna, svona aðeins. Í fyrsta lagi vildi ég endilega borða sem allra mest, af því að maturinn var svo góður, og til þess að fá sem mest fyrir peninginn minn. Á hinn bóginn vissi ég að áfengiseyðslan yrði meiri eftir því sem ég borðaði meira. Ég reyndi því að fara einhvers konar milliveg. Ég borðaði þó ef til vill helst til mikið því að ölvunin náði sér engan veginn á strik í gærkvöldi. En þetta var gaman, líf og fjör, og verður örugglega gert aftur.

En nú eru jólin að detta inn. Búinn að fá tvær jólagjafir, þetta verður flott. Svo er það árshátíðin í byrjun jan. Vonandi að allir mæti, amk hefur enginn afboðað sig enn. Ég er staddur hérna í vinnunni á Laugaveginum, ég gekk hingað að heiman kappklæddur í 7 stiga frosti enda bíllinn enn á bílastæði MR frá því í gærkvöldi. Fékk mér Devitos pizzu á leiðinni og til stendur að vinna aðeins í ritgerðinni minni. Er með Yo La Tengo í eyrunum og hef það ágætt.

Bestu kveðjur, til sjávar… og til sveita.

Kiddi

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s