Sundhöllin skal það vera…

Sælir drengir, ég biðst afsökunar á ritteppu minni. Hún stafar af þeirri einföldu ástæðu að ég hef ekki net heima og vinn ekki við tölvu allan daginn! En hvað um það!

Mér skilst að það sé sú merka bygging Sundhöll Reykjavíkur sem sé áfangastaður okkar í kvöld. Eru menn ekki almennt að fara mæta? Spurning um að menn meldi sig inn eða út á commentaþræðinum hér að neðan… Það mun þá vera mæting kl. 20:30 STUNDVÍSLEGA fyrir Kidda.

Mikið er það annars skrýtin tilfinning að vera að læra fyrir síðasta prófið í háskólanum (í bili) það er afskaplega erfitt að mótivera sig fyrir slíkt…

Annars ætla ég að fara að fordæmi góðra manna hér og deila með ykkur því hvaða bækur ég hef lesið nýlega. Ég er búinn að vera frekar öflugur í ár því að ég er búinn með tvær „jólabækur“ og það fyrir jól! Önnur er Bettý eftir Arnald og er hún töluvert lakari en hinar bækurnar hans. Plottið er þegar allt kemur til alls alls ekkert spes, en þó er eitt plott í bókinni sem er rosalega vel skrifað.

Hin bókin er svo Einhvers konar ég eftir Þráinn Bertelsson. Sú bók ef aftur á móti frábær og mæli ég eindregið með henni.

Lifið heilir drengir

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s