Gagnrýni

Drengir. Ég ætla héðan í frá að vera duglegri að deila með lesendum síðunnar reynslu minni af hinu og þessu. Reyndar held ég að Kristinn hafi margsinnis riðið á vaðið hvað þetta varðar með því að mæla með hinum og þessum bókum og greinum og er það vel. Ég mælist einnig til að þeir meðlimir klúbbsins sem fóru á Muse í gær gefi álit sitt á þeim tónleikum. Ég fékk að heyra brot úr einu lagi í gegnum GSM síma og þótti stórkoslegt 🙂 … hvernig var eiginlega stemningin í höllinni??

Annars ætla ég að minnast á myndina sem ég fór á um daginn og nota tækifærið og henda á hana 3 1/2 stjörnu af 4 mögulegum. Þetta er meistaraverkið Love Actually sem Hugh Grant leikur aðalhlutverkið í. Ég er ekki hrifinn af því þegar of mikið er sagt um myndir og ætla því að láta nægja hér að bera lof á hana og ekkert að segja um innihaldið. Ég skemmti mér vel og held að það sami hafi átt við um þá sem voru með mér í för. Það er þessari mynd til mikilla tekna að Tinna Margrét fór á hana klukkan 22.30 og náði að vaka í alla 2 tímana sem myndin varði. Það eitt er náttúrulega nægjanleg sönnun fyrir gæðum myndarinnar. Einhverjum kann að finnast þessi mynd kannski einum of ýkt en maður á einfaldlega að losa um hömlurnar og tapa sér í gleðinni og þá nýtur maður hennar. Mæli sem sagt með þessari mynd.

Ég mæli líka með bókinni „Pabbi“ eftir Ingólf Gíslason og nýja Muse disknum – allt meistaraverk 🙂

bkv. Siggi

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s